Grindavík lagði Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu nokkuð öruggan sigur á Haukum, 73-62, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeildinni í körfubolta. Staðan í hálfleik var jöfn í Grindavík en heimastúlkur gengu á lagið í þeim síðari og kláruðu leikinn með sigri. Á meðan fjórir leikmenn drógu vagninn hjá Grindavík var aðeins einn leikmaður í Haukum sem var allt í öllu. Lele Hardy var ótrúleg í …

Tap í nágrannaslag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar Keflavíkur þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Keflavík vann nokkuð örugglega 84-67. Það var fyrst og fremst slakur fyrsti leikhluti sem varð Grindavík að falli en Keflavík skoraði þá 34 stig gegn 19 stigum Grindavíkur. Keflavík tókst að halda Pálínu Gunnlaugsdóttur vel niðri í leiknum en annars eiga Grindavíkurstelpur mikið inni …

Keflavík – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það verður stórleikur í Dominosdeild kvenna í kvöld þegar Keflavík og Grindavík. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 19:15. Liðin unnu bæði sína leiki í fyrstu umferð þar sem spennan var í fyrirrúmi.  Grindavík lagði Snæfell í framlengingu en Keflavík sigraði Hauka með tveimur stigum.  Þetta gæti því jafnvel orðið nokkuð skemmtilegur leikur í kvöld.   Bæði lið …

Skellur í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Vörnin hjá okkur var arfaslök, við gátum ekki haldið neinu fyrir framan okkur og KR-ingarnir komust þar sem þeir vildu. Það voru helstu vandamálin í kvöld”, sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga við Vísi eftir 20 stiga tap gegn KR í úrvalsdeild karla í körfubolta 74-94. „Við tókum nokkra góða kafla sem dugðu ekki en það er ekki nóg að það …

Grindavík 74 – KR 94

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti KR í fyrsta leik Dominos deild karla í gær.  Mættust þarna ríkjandi Íslandsmeistarar og það lið sem er spáð að taki við titlinum. Eftir nokkuð spennandi leik fram að fjórða leikhluta tóku gestirnir yfirhöndina í síðasta fjórðung og unnu 94-74. Grindavík byrjaði leikinn betur og voru komnir með 6 stiga forskot um miðjan fyrsta leikhluta.  KR …

Sigur í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði Snæfell í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í æsispennandi framlengdum leik með 89 stigum gegn 85. Pálína Gunnlaugsdóttir dró vagninn fyrir Grindavík og skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hafði 15 stiga forskot í hálfleik, 49-34. En Grindavíkurstelpur missti niður forskotið og í lok venjulegs leiktíma var jafnt, 77-77, og …

Þetta var ekki bara dans á rósum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrvalsdeild karla í körfubolta hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti KR í Röstinni kl. 19:15. Sverrir Þór Sverrisson tók við sjálfum Íslandsmeisturum Grindavíkur í fyrrasumar. Hann hafði gert kvennalið Njarðvíkur að tvöföldum Íslandsmeisturum þá um vorið en hann stökk beint út í djúpu laugina í karlakörfuboltanum með því að taka við besta liði landsins. En Sverrir lifir …

Ég mun leggja hart að mér

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sem kunnugt er voru gerðar breytingar á reglugerð um bandaríska leikmenn í úrvalsdeild karla og er aðeins leyfilegt að hafa einn slíkan í hverju liði. Grindavík samdi við Kendall Timmons úr Tulane háskólanum þaðan sem hann útskrifaðist í vor og er því að hefja atvinnumannaferil sinn. Timmons mun því fylla skarð Chris Stephenson sem félagið lét fara á dögunum. Kendall …

Sigur í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti Snæfell í fyrsta leik Dominosdeild kvenna í gærkveldi.  Leikurinn var hin besta skemmtun sem endaði í framlengingu þar sem okkar stúlkur tryggðu sér sigurinn. Grindavík var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan 51-39 í hálfleik, mest varð munurinn 17 stig.  Í þriðja leikhluta söxuðu gestirnar á stigamuninn og var fjórði leikhlutinn allur í …

Skotfélagið Markmið

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Skotfélagið Markmið Skotdeildin Markmið er nýleg deild innan UMFG og eru hafnar æfingar hjá deildinni öll þriðjudagskvöld í anddyri íþróttahúsins í Grindavík. Þriðjudagskvöld frá kl 20:00 – 22:00. allir eru velkomnir að líta við og sjá starfsemi deildarinnar.