Keflavík – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það verður stórleikur í Dominosdeild kvenna í kvöld þegar Keflavík og Grindavík. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 19:15.

Liðin unnu bæði sína leiki í fyrstu umferð þar sem spennan var í fyrirrúmi.  Grindavík lagði Snæfell í framlengingu en Keflavík sigraði Hauka með tveimur stigum.  Þetta gæti því jafnvel orðið nokkuð skemmtilegur leikur í kvöld.  

Bæði lið eru með nýja þjálfara og breytingar í leikmannahóp sínum. Andy Johnston hefur tekið við Keflavíkurliðinu en við höfum hinsvegar fengið Jón Halldór frá Keflavík ásamt nokkrum öflugum leikmönnum.