Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík klukkan 19:15 í kvöld.   Liðin eru í þriðja og fimmta sæti í deildinni og töpuðu bæði í síðustu umferð.  Grindavík ætlar sér sigur í kvöld til að halda í við Keflavík og Snæfell sem eru í tveimur efstu sætunum.   Heimavöllurinn hefur reynst vel hingað til þar sem þær eru ósigraðar.

Markmannsæfingar á miðvikudögum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar verða fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna á miðvikudögum í Hópinu kl. 14:45. Æfingar hefjast í dag og verða alla miðvikudaga fyrir þennan aldurshóp. 

Markmannsæfingar á miðvikudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar verða fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna á miðvikudögum í Hópinu kl. 14:45. Æfingar hefjast á morgun og verða alla miðvikudaga fyrir þennan aldurshóp. 

Grindavík lá í Hveragerði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði nokkuð óvænt fyrir Hamri í Hveragerði í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi með fimm stiga mun, 70-65. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Hamar gerði út um leikinn með því að vinna síðasta leikhlutann með 7 stiga mun. Hamar-Grindavík 70-65 (10-14, 19-17, 17-17, 24-17) Grindavík: Lauren Oosdyke 22/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, …

Getraunastarf í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG minnir á getraunastarfið á laugardagsmorgnum þar sem fólk kemur og tippar yfir nýmöluðu kaffi og ferskum snúðum frá Hérastubbi. Um helgina er nefnilega risapottur og 240 milljónir í pottinum og því til mikils að vinna.  Þrettán réttir hafa nokkrum sinnum dottið inn í Gula húsið og hver veit nema einn slíkur komi um helgina.

Grindavík 78 – Valur 70

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði nýliða Vals í gærkveldi 78-70.  Okkar menn höfðu alltaf leikinn í höndum sér en gestirnir komust nokkrum sinnum full nálægt. Eins og stendur í frétt hér fyrir neðan hefur samning við Kendall Timmons verið sagt upp og því Grindavíkurliðið kanalausir í leiknum. Grindavík komst fljótt í örugga forystu og hleyptu reynsluminni mönnum inn í leikinn. Til að byrja með jókst …

Risapottur um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Við viljum minna á getraunastarf knattspyrnudeildar Grindavíkur þar sem fólk kemur og tippar á laugardögum yfir nýmöluðu kaffi og ferskum snúðum frá Hérastubbi.  Um helgina er nefnilega risapottur og 240 milljónir í pottinum og því til mikils að vinna. Þrettán réttir hafa nokkrum sinnum dottið inn í gulahús og hver veit nema einn slíkur komi um helgina. 

Kanalausir Grindvíkingar mæta Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þriðja umferð í úrvalsdeild karla fer fram í kvöld. Grindavík tekur á móti Val í Röstinni og hefst leikurinn kl. 19:15. Grindavík hefur tvö stig í deildinni en Valur er án stiga, hefur tapað báðum sínum leikjum. Grindavík verður væntanlega án bandarísks leikmanns þar sem Kendall Timmons var látinn fara fyrir helgi.

Björn Lúkas fékk svart belti

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Laugardaginn 19. október s.l.  stóðst Björn Lúkas Haraldsson próf fyrir 1.dan svart belti. Hann er fyrsti svartbeltingurinn sem kemur frá Taekwondo deild Grindavíkur en deildin var stofnuð fyrir átta árum. Prófið var haldið af Taekwondosambandi Íslands í Laugardalnum. Prófið samanstóð af grunntækni, formum, bardaga, sjálfsvörn, þreki og brotum. Frammistaða Björns Lúkasar var til fyrirmyndar og eru þjálfarar og deildin ákaflega …

Hilmar aftur á skotskónum og Ísland á ÓL

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Hilmar Andew McShane var aftur á skotskónum fyrir U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem sigraði Moldavíu í dag 4-1. Landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér þar með þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína á næsta ári. Ísland sigraði Finna á laugardaginn.  Mynd: Hilmar til vinstri að teygja eftir æfingu með liðinu. …