Kanalausir Grindvíkingar mæta Val

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þriðja umferð í úrvalsdeild karla fer fram í kvöld. Grindavík tekur á móti Val í Röstinni og hefst leikurinn kl. 19:15. Grindavík hefur tvö stig í deildinni en Valur er án stiga, hefur tapað báðum sínum leikjum. Grindavík verður væntanlega án bandarísks leikmanns þar sem Kendall Timmons var látinn fara fyrir helgi.