Björn Lúkas fékk svart belti

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Laugardaginn 19. október s.l.  stóðst Björn Lúkas Haraldsson próf fyrir 1.dan svart belti. Hann er fyrsti svartbeltingurinn sem kemur frá Taekwondo deild Grindavíkur en deildin var stofnuð fyrir átta árum. Prófið var haldið af Taekwondosambandi Íslands í Laugardalnum. Prófið samanstóð af grunntækni, formum, bardaga, sjálfsvörn, þreki og brotum. Frammistaða Björns Lúkasar var til fyrirmyndar og eru þjálfarar og deildin ákaflega stolt af þessum áfanga. Innilega til hamingju með beltið Björn Lúkas.

 

 

 

Stoltir þjálfarar ásamt Birni Lúkasi skömmu eftir beltaafhendingu  

(Helgi, Björn Lúkas og Rut)