Grindavík 78 – Valur 70

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði nýliða Vals í gærkveldi 78-70.  Okkar menn höfðu alltaf leikinn í höndum sér en gestirnir komust nokkrum sinnum full nálægt.

Eins og stendur í frétt hér fyrir neðan hefur samning við Kendall Timmons verið sagt upp og því Grindavíkurliðið kanalausir í leiknum.

Grindavík komst fljótt í örugga forystu og hleyptu reynsluminni mönnum inn í leikinn. Til að byrja með jókst forystan við það en svo kom einhver deifð yfir liðið og nýtt Valsmenn sér það og minnkuðu muninn niður í 2 stig rétt fyrir leikhlé.

Sama saga var í seinni hálfleik, Grindavík mikið betri þegar þeir spiluðu ákveðið og létu boltann ganga en fóru svo í lægri gíra þess á milli.  Í heildina var þetta frekar lélegur leikur þar sem okkar menn áttu að sigra mun stærra.  

Einn maður stóð þó upp úr hvað varðar slaka framistöðu. Jón Gauti átti hreint út sagt skelfilegan dag sem plötusnúður í hléum og ekki skrítið að gæðin í leiknum voru ekki meiri undir þessum tónum.

En þetta eru nú samt 2 stig og næsta verkefni er ÍR 31.okt.

Jóhann Árni Ólafsson var eini leikmaðurinn sem var að spila á eðlilegri getu með 28 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 20 stig en maður hafði samt á tilfinningunni að hann hefði geta gert betur.