Getraunastarf í Gula húsinu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG minnir á getraunastarfið á laugardagsmorgnum þar sem fólk kemur og tippar yfir nýmöluðu kaffi og ferskum snúðum frá Hérastubbi. Um helgina er nefnilega risapottur og 240 milljónir í pottinum og því til mikils að vinna. 

Þrettán réttir hafa nokkrum sinnum dottið inn í Gula húsið og hver veit nema einn slíkur komi um helgina.