Undanúrslit í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld í undanúrslitum bikarnum.  Á sama tíma mætast Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki þannig að við vitum í kvöld hverjir mætast í Laugardalshöllinni í bikarúrslitunum. Stemmingin verður væntanlega svipuðu og þegar við herjuðum úrslitaeinvígi við Þór í deildinni fyrir tveimur árum.  Leikur liðanna í vetur í Röstinni endaði með sigri Þórsara þannig …

Fjör á þorrablóti Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Stórglæsilegt þorrablót knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið á laugardaginn.  Uppselt var og ánægjulegt að þorrablótið er komið til að vera. Meðal skemmtiatriða var bæjarbragur Sigurðar Ingvasonar, Helena Eyjólfsdóttir tók gamla slagara, gömul karoke keppni var endurvakin, karlakór Grindavíkur tók lagið og Freyr Eyjólfsson sá um veislustjórn.  Upplyfting hélt svo stuðinu uppi á ballinu. Guðfinna Magnúsdóttir tók myndir á þorrablótinu …

Mikilvægur sigur á Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu …

Enn einn risapottur og hópleikur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ekki fengust 13 réttir síðast, kerfið skilaði 12 réttum sem gáfu heilar 1200 kr. í vinning eða 12 krónum á hlut.  En þar sem 10 og 11 duttu út verður enn einn risapottur og enn einu sinni verður reynt að ná þrettán í Gula húsið. Um þar næstu helgi (8. Feb) byrjum svo með Hópleik þar sem fyrsti vinningur verður …

ÍR – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætir ÍR í Hertz hellinum í kvöld 15. umferð Dominos deild karla.  Grindavík er fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar, 6 stigum frá Keflavík og KR og Njarðvík aðeins 2 stigum fyrir neðan. Leikurinn hefst klukkan 19:15

Njarðvík 60 – Grindavík 66

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tryggði sér sigur í mikilvægum leik gegn Njarðvík í gærkveldi.  Leikurinn var í járnum allar 40 mínútur en frábær varnarleikur á síðustu mínútunum gerði útslagið. Crystal Smith er mætt aftur til Grindavíkur og átti fínan leik í gær. Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun, heimastúlkur með yfirhöndina framan af en okkar stelpur aldrei langt undan.  Njarðvík var þremur …

Guðmundur krækti í brons

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um helgina fóru fram Reykjavík Júdó sem er liður í dagskrá Reykjavík International Games og voru þrír keppendur frá Grindavík. Mótið í ár var eitt sterkasta júdómót á Íslandi frá upphafi og voru 63 keppendur skráðir, þar af 15 erlendir. Á meðal erlendra keppenda var Ólympíumeistarinn Tagir Khaibulaev.  Grindavíkingar sem mættu til leiks voru þeir Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson …

Brons á RIG

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Í dag fór fram Reykjavík Judo Open, sem er liður í dagskrá Reykjavík International Games og voru 3 keppendur frá Grindavík. Mótið í ár var eitt sterkasta júdómót á Íslandi frá upphafi og voru 63 keppendur skráðir, þar af 15 erlendir. Á meðal erlendra keppenda var Ólympíumeistarinn Tagir Khaibulaev. 3 Grindavíkingar mættu til leiks, þeir Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson og …

Tvö stig gegn Val – Páll Axel sló þriggja stiga metið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti ekki í teljandi vandræðum með Val þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Valsmenn höfðu reyndar forskot í hálfleik en Grindavík skoraði 26 stig gegn 10 stigum Vals í þriðja leikhluta og sneri leiknum sér í vil.  Valur-Grindavík 89-100 (26-21, 24-22, 10-26, 29-31) Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 21/5 …

Taka þátt í RIG móti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Næsta laugardag taka keppendur frá Grindavík þátt í júdó á RIG móti í Laugardalshöll í Reykjavík en það eru þeir Guðjón Sveinsson sem keppir í flokki -73 kg, Guðmundur I Hammer sem keppir í -66 kg og Björn Lúkas Haraldsson sem keppir í -81 kg flokki. Í fyrra lenti Guðjón í 2 sæti í -66 kg flokki. Dagskrá: 10:00 -12:15 …