Undanúrslit í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld í undanúrslitum bikarnum.  Á sama tíma mætast Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki þannig að við vitum í kvöld hverjir mætast í Laugardalshöllinni í bikarúrslitunum.

Stemmingin verður væntanlega svipuðu og þegar við herjuðum úrslitaeinvígi við Þór í deildinni fyrir tveimur árum.  Leikur liðanna í vetur í Röstinni endaði með sigri Þórsara þannig að strákarnir þurfa að fá sem flesta Grindvíkinga í húsið og styðja við liðið.

Forsala er í Salthúsinu klukkan 17:00 í kvöld þar sem einnig verður hægt að næla sér í hamborgaratilboð.