Taka þátt í RIG móti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Næsta laugardag taka keppendur frá Grindavík þátt í júdó á RIG móti í Laugardalshöll í Reykjavík en það eru þeir Guðjón Sveinsson sem keppir í flokki -73 kg, Guðmundur I Hammer sem keppir í -66 kg og Björn Lúkas Haraldsson sem keppir í -81 kg flokki. Í fyrra lenti Guðjón í 2 sæti í -66 kg flokki.

Dagskrá:

10:00 -12:15 Forkeppni -66, -73, -81, -100 og +100 kg.
12:15 -12:30 Júdósýning
12:30 -14:00 Forkeppni/úrslit og verðlaun -57, +57, -60, og -90 kg
14:00 -15:30 Hlé
15:45 -17:15 Brons og úrslitaglímur -66,-73,-81,-90 og +100 kg
17:15 -17:30 Verðlaunaafhending og mótslok.