Tvö stig gegn Val – Páll Axel sló þriggja stiga metið

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík átti ekki í teljandi vandræðum með Val þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Valsmenn höfðu reyndar forskot í hálfleik en Grindavík skoraði 26 stig gegn 10 stigum Vals í þriðja leikhluta og sneri leiknum sér í vil. 

Valur-Grindavík 89-100 (26-21, 24-22, 10-26, 29-31)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 21/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/8 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 8, Ólafur Ólafsson 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem nú leikur með Skallagrími setti í kvöld nýtt met í skoruðum þriggja stiga körfum í úrvalsdeild karla en bróðurparturinn af þeim koma að sjálfsögðu með Grindavík. Páll Axel gerði sex þriggja stiga körfur í leiknum og er því búinn að bæta gamla metið hans Guðjóns Skúlasonar sem var 964 þriggja stiga körfur í deildarkeppni en Páll er nú kominn upp í 970!