Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.
Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst.
(Vísir.is)
Staðan:
1. Snæfell 20 17 3 1586:1303 34
2. Haukar 20 13 7 1557:1406 26
3. Keflavík 20 13 7 1467:1464 26
4. Valur 20 9 11 1438:1401 18
5. KR 20 8 12 1387:1409 16
6. Hamar 20 8 12 1402:1458 16
7. Grindavík 20 7 13 1380:1543 14
8. Njarðvík 20 5 15 1293:1526 10