Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur býður í fyrsta skipti upp á sumaræfingar í sumar fyrir alla árganga. Æfingar hefjast frá og með 12. júní. Körfuboltinn er orðin heilsársíþrótt og er sumarið tíminn til að bæta og þróa sig til að ná meiri tækni. Mikilvægi styrktarþjálfunar hefur aukist gríðarlega bæði til styrkingar og einnig til að minnka hættu á meiðslum. Við …
Grindavík á þrjá leikmenn í yngri landsliðum Íslands
Nú hafa þjálfarar yngri landsliða Íslands valið sína endanlega liðsskipan en það eru 12 leikmenn í U16, U18 og U20 landsliðunum sem leika á NM og EM í sumar. Grindavík á þrjá leikmenn í þessum hópum og eru þau eftirfarandi: Ólöf María Bergvinsdóttir – U16 Arnór Tristan Helgason – U18 Hekla Eik Nökkvadóttir – U20 Þjálfarar frá Grindavík eru: Danielle …
Chris Caird í þjálfarateymi Grindavíkur
Hinn enskættaði þjálfari Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Chris mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla sem aðstoðarþjálfari og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Þá mun Chris einnig sjá um styrktarþjálfun hjá yngri flokkum deildarinnar ásamt því að þjálfa tvo flokka og koma að yngri flokka starfinu á ýmsan hátt, en það er …
Pure Sweat búðirnar aftur í Grindavík
Pure Sweat körfuboltabúðirnar munu fara fram á nýjan leik í HS Orku Höllinni í ágúst næstkomandi. Körfuboltaþjálfarinn James Purchin mun sjá um búðirnar sem vöktu mikla athygli og ánægju þátttakenda á síðasta ári. Danielle Rodriguez er einnig þjálfari í búðunum. Tvö námskeið verða í boði í sumar sem fara fram 8. – 11. ágúst annars vegar og 14. – 17. …
Nettó áfram öflugur styrktaraðili Knattspyrnudeildar UMFG
Nýverið var samstarfssamningur milli Knattspyrnudeildar Grindavíkur og Nettó endurnýjaður. Merki Nettó verður á nýjum búningum yngri flokka og meistaraflokka félagsins ásamt því að merki Nettó verður sýnilegt á heimavelli Grindavíkur. „Það er virkilega ánægjulegt að finna fyrir þessum öfluga stuðningi sem við njótum frá Nettó. Þetta er öflugt fyrirtæki sem er umhugað um að styrkja íþróttastarfsemi á sínu nærsvæði. Samstarfið …
Hekla Eik í U20 landsliði Íslands
U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. Grindavík á fulltrúa í hópnum því Hekla Eik Nökkvadóttir var valinn í hópinn að þessu sinni. Einnig er Elísabeth Ýr Ægisdóttir, leikmaður Hauka, í hópnum en hún er uppalin hjá Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir er aðstoðarþjálfari í verkefninu. …
Skráning hafin í Leikjanámskeið UMFG
Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2014, 2015 og 2016 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …
Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar
Lokahóf yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur – MB10 og eldri fer fram í Gjánni næstkomandi miðvikudag eða 31. maí. Lokahófið hefst kl. 18:30. Afhentar verða viðurkenningar og boðið verður upp á grillaðar pylsur. Foreldrar velkomnir – Hlökkum til að sjá ykkur!
Jóhann Þór þjálfari ársins – Ólafur í liði ársins
Núna í vikunni kunngerði KKÍ lið ársins í Subwaydeildum karla og kvenna. Fyrir okkur Grindvíkinga bar það hæst að Jóhann Þór Ólafsson var valinn þjálfari ársins í Subwaydeild karla og Ólafur Ólafsson var valinn í lið ársins. Þetta er frábær viðurkenning fyrir þá bræður. Jóhann Þór gerði vel í vetur með lið Grindavíkur sem gekk í gegnum miklar breytingar. Ólafur …
Aðalfundur UMFG fer fram 25. maí
Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2022 fer fram fimmtudaginn 25. maí næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá fundarins: Aðalfundir fyrir deildir UMFG Hefðbundin aðalfundarstörf aðalstjórnar UMFG Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Boðið verður upp á léttar veitingar. Stjórn UMFG