Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá og með 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins, gerð áætlana og styður við deildir félagsins í þeirra starfi. Framkvæmdastjóri er tengiliður félagsins við ÍS, ÍSÍ, UMFÍ og Grindavíkurbæ sem á og …
Skiptir máli að gefa til baka
Gunnar Már Gunnarsson og Ingibergur Þór Jónasson sinna báðir formennsku og framkvæmdastjórastöðu í stærstu deildum UMFG, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild. Sjálfboðaliðastarfið er oft vanmetið af þeim sem ekki stunda slíkt starf. Oft er um mikla vinnu að ræða og áreiti oft mikið í litlu samfélagi. Grindavík hefur í gegnum tíðina státað af mannauði sem vill samfélaginu sínu vel og vinnur launalaust ýmist í …
Hrund og Jón Axel íþróttafólk Grindavíkur 2019
Körfuknattleiksfólkið Hrund Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru í dag útnefnd íþróttafólk Grindavíkur árið 2019, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Hrund Skúladóttir er lykilleikmaður með meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Á árinu átti hún stóran þátt í því að koma liðinu upp í Domiosdeildina auk þess að vera lykilleikmaður með unglingaflokki. Hrund lék á árinu með U20 ára landsliði Íslands í …
Gleðileg Jól og farsælt komandi nýtt ár
Ungmannafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …
Körfuknattleiksdeildin býður upp á alþrif á bílum
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður upp á bíla-alþrif fyrir jólin. Deildin verður með aðstöðu hjá Veiðafæraþjónustunni til þrifanna en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu deildarinnar. Þar er að finna verðskrána en ekki er tekið við pöntunum heldur á bara að mæta með bílinn á sunnudag milli kl. 10:00 – 17:00
Ray Anthony þjálfar stelpurnar áfram
Gengið var í gærkvöld frá ráðningu á Ray Anthony Jónssyni sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Ray hefur þjálfað kvennaliðið síðustu 2 ár. Í fréttatilkynningu frá kvennaráði UMFG kemur fram að unnið sé í að byggja upp nýjan kjarna af ungum og efnilegum heimastúlkum í bland við nokkra eldri leikmenn. Þeirra hlutskipti eftir sumarið hafi verið að falla niður um deild …
Grindavík semur við nýjan framherja
Knattspyrnudeild UMFG samdi í gær við framherjann Guðmund Magnússon. Hann var síðast á samningi hjá ÍBV en var lánaður til Víkings Ólafsvík s.l. sumar. Guðmundur spilaði með Fram í Inkasso deildinni 2017 og skoraði hann þá 22 mörk í deild og bikar. Síðastliðið sumar skoraði hann 4 mörk í 8 leikjum hjá Víkingi Ó og 3 mörk fyrir ÍBV í 11 leikjum. …
Jón Axel er á sögufrægum Naismith lista
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis. „Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur. Jón Axel er að …
Vladan Djogatovic áfram með Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert 2ja ára samning við serbneska markvörðinn Vladan Djogatovic er deildin greindi frá þessu á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu. Þar kemur fram að Vladan hafi vakið verðskuldaða athyglu á síðasta tímabili fyrir góðar markvörslur. Auk þess var Vladan kjörinn besti leikmaður Grindavíkur tímabilsins á lokahófinu í september sl. „Vladan hefur sagt okkur að honum líði …
Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld
Fjórða umferð Dominosdeildar karla fer fram í kvöld en þá tekur Grindavík á móti Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 18:30 en Gjáin opnar upp úr 17:30 þar sem hægt verður að fá sér dýrindis borgara. Á Facebook síðu Körfuknattleiksdeildar UMFG er tilkynning til stuðningsmanna: Kæru stuðningsmenn! Það er komið að 4. umferð Dominosdeildar karla og verkefnið er heimaleikur við Njarðvík föstudaginn …