Jón Axel er á sögufrægum Naismith lista

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis. 

“Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur.

Jón Axel er að hefja sitt fjórða og síðasta ár með Davidson háskólanum en hann hefur slegið í gegn með frammistöðu sinni undanfarin tímabil.

Það er ljóst að bakvarðarsveit Davidson liðsins ætti að vera í fínu lagi í vetur því félagi Jóns Axels, Kellan Grady, er einnig á fyrrnefndum Naismith lista.” Segir á fréttavef Vísis.