Grindavík semur við nýjan framherja

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG samdi í gær við framherjann Guðmund Magnússon. Hann var síðast á samningi hjá ÍBV en var lánaður til Víkings Ólafsvík s.l. sumar. Guðmundur spilaði með Fram í Inkasso deildinni 2017 og skoraði hann þá 22 mörk í deild og bikar. Síðastliðið sumar skoraði hann 4 mörk í 8 leikjum hjá Víkingi Ó og 3 mörk fyrir ÍBV í 11 leikjum. 

Guðmundur er boðinn velkominn til liðs við Grindavík í fréttatilkynningu frá deildinni.

Meðfylgjandi mynd er af Guðmundi og Gunnari Má Gunnarssyni, formanni knattspyrnudeildar UMFG