8. flokkur drengja Grindavíkur varð um helgina Íslandsmeistari í körfubolta eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í Röstinni í Grindavík. Þetta er annað árið í röð sem þessir drengir hampa titlinum undir stjórn hjónanna Guðmundar Bragasonar og Stefaníu S. Jónsdóttur. Grindavíkurstrákarnir léku gríðarlega vel í mótinu og unnu alla fjóra leiki sína sannfærandi. Þeir skelltu KR …
Sigur á Þrótturum
Grindavík lagði Þrótt í Lengjubikarnum í gær, 2-0 Mörk Grindavíkur skoraðu Scott Ramsay með glæsilegu skoti fyrir utan teig á 24. mínútu. Tékkinn Michael Pospisil bæti svo við öðru marki á 71 mínútu eftir misskiling í vörn þróttara. Grindavík er það með komið að hlið Fylkis í 3. sætinu og mæta BÍ/Bolungarvík í næstu umferð þann 19. mars. Í …
2 Íslandsmeistarar og glás af silfri
2 Íslandsmeistaratitlar og 7 silfur á Íslandsmótinu í júdó. Í dag 12. mars fór fram Íslandsmótið í júdó í júdósal JR. Þar kepptu 8 Grindvíkingar og komust 7 þeirra á pall. Alls fengust 7 silfur og 2 gull á mótinu. Í 17-19 ára aldursflokki kepptu 4 drengir frá Grindavík: Sigurpáll Albertsson sem fékk silfur í -90kg flokki. Rúnar Örn Gunnarsson …
Ármann á móti Keflavík!!
Ég vaknaði með ansi hressilegan hiksta í nótt og fattaði þá að ég hefði átt að minnast á frammistöðu Ármanns Vilbergssonar í leiknum í gær á móti Keflavík. Ármann hefur verið ósáttur við þetta skrifleysi mitt um hans frammistöðu og blótað mér í sand og ösku og því fékk ég þennan líka hikstann…. Nei, að öllu gamni slepptu þá ert …
Mikilvæg lokaumferð
Í kvöld verður lokaumferð Iceland Express deildar karla leikin og mæta okkar menn nágrönnum okkar úr Keflavík og fer leikurinn fram í Reykjanesbæ. Aðrir leikir eru KR – Snæfell, Njarðvík – Tindastóll, Fjölnir – ÍR, Hamar – Stjarnan Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina er svona: # Lið Stig 1 Snæfell 17/4 34 2 Grindavík 15/6 30 3 KR 15/6 30 …
Deildarkeppninni lokið.
Deildarkeppni Iceland Express lauk í kvöld og máttum við Grindvíkingar þola tap á móti nágrönnum okkar úr Keflavík, 86-71. Leikurinn virðist hafa klárast í fyrri hálfleik en eftir hann munaði 20 stigum, 50-30! Við réttum aðeins úr kútnum í síðari hálfleik en ógnuðum aldrei sigri Keflvíkinga. Sem fyrr þá var ég ekki á leiknum og get því ekki tjáð mig …
Nýr samningur Grindavíkurbæjar og UMFG
Í hálfleik í leik Grindavíkur og Fjölnis í gærkvöldi var undirritaður samningur á milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG um eflingu íþróttastarfs í Grindavík. Samningurinn sem er til tveggja ára er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og UMFG um eflingu íþróttastarfs í Grindavík með megináherslu á öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 …
Fyrir puplicum……
Leikmenn Grindavíkur voru greinilega að hugsa um fólkið sem mætti á leikinn í kvöld því eftir að hafa verið 15 stigum yfir eftir 3 leikhluta, þá settum við leikinn í háspennu og þurfti vítaskot frá Óla troð á lokasekúndunum til að tryggja sigurinn!! Að öllu gamni slepptu þá gengur þetta ekki upp hjá okkar mönnum að missa svona niður einbeitinguna …
Hörð barátta
Næstsíðasta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með 3 leikjum. Snæfell – Hamar, ÍR – KR og KFÍ – Njarðvík. Á morgun stígum við svo inn á sviðið er við mætum Fjölni á heimavelli en þá mætast líka Tindastóll – Keflavík og Stjarnan – Haukar. Það voru Stjörnumenn og Fjölnir sem gerðu lítið úr spádómsgáfu minni í síðustu …
Frábært!
Sá kastanínubrúnhærði á eflaust eftir að koma með sinn pistil um þennan frábæra sigur en ég verð vant viðlátinn fram í byrjun apríl við gjaldeyrissöfnun á ballarhafinu og á því verðið þið lesendur góðir að taka mið, við lestur pistla minna. Úr fjarska lítur út fyrir frábæran leik okkar manna en þetta var fyrsta tap KR á heimavelli í vetur …