Ármann á móti Keflavík!!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Ég vaknaði með ansi hressilegan hiksta í nótt

og fattaði þá að ég hefði átt að minnast á frammistöðu Ármanns Vilbergssonar í leiknum í gær á móti Keflavík.  Ármann hefur verið ósáttur við þetta skrifleysi mitt um hans frammistöðu og blótað mér í sand og ösku og því fékk ég þennan líka hikstann….

Nei, að öllu gamni slepptu þá ert vert að minnast á Ármann í þessum leik í gær en hann hitti úr öllum 4 3-stiga skotum sínum en þeir sem muna eftir fyrri leiknum vita að Ármann hitti þá úr öllum 5 3-stiga skotum sínum!!  Ármann kann greinilega vel við sig á móti Keflavík og hitti úr öllum 9 3-stiga skotum sínum á móti þeim í vetur!  Ármann vonast væntanlega eftir að mæta Keflavík aftur á þessu tímabili….

Vel gert Ármann!