Viðtal við Helga Jónas

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

“Ég vona bara að fólk fjölmenni og styðji á bak við okkur, það er það sem við þurfum.”

 

Úrslitakeppnin byrjar í dag, hvernig leggst hún í þig?

Keppnin leggst bara vel í mig, menn eru tilbúnir í þetta og spenntir.

Einhverjir sérfræðingar hafa verið að spá Stjörnunni sigur í 8 liða úrslitum, þú ert væntanlega ekki sammála því?

Þetta eru bara spár, skoðanir annara manna.  Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir en við höfum fulla trú á verkefninun.

 

Það eru búnar að vera tíðar breytingar á leikmannahópnum og t.d. komnir með nýjan kana. Ertu sáttur við hópinn eins og hann er núna?

Þetta er sannarlega búið að vera skrautlegt.  Ég ákvað að taka inn Nick núna þar sem ég þekki vel til hans og mér fannst tíminn of naumur í að vera taka inn mann sem ég þekkti ekki neitt.  Hann er karakterinn sem ég var að leitast eftir.

En svo meiðist náttúrulega Lalli þannig að þetta breytist nokkuð.  Við tökum bara á því.

 

Þú hefur þá þurft að taka fram skónna, hvernig tilfinning er það?

Já en það er nú spurning núna hvort maður nái að spila eitthvað eftir támeiðslin en við sjáum hvað setur.

 

Hvernig finnst þér annars fyrsta árið sem þjálfari hafa verið?

Þetta er búið að vera frekar sveiflukennt. Það gekk allt eins og í sögu fyrir áramót, kannski einum og vel.

Og svo er búið að vera meira sveifla á þessu eftir áramót og meira tekið á. Það er auðvelt að vera þjálfari þegar vel gengur en það fór að reyna á undir lok janúar.

En ég er bjartsýnn á þetta, viss mótivering að margir spá Stjörnunni sigur í einvíginu.

 

Einhver skilaboð til áhorfenda?

Ég vona bara að fólk fjölmenni og styðji á bak við okkur, það er það sem við þurfum sagði Helgi að lokum og hvetjum við alla að mæta í kvöld klukkan 19:15 og styðja við liðið.