Jósef í U-21 hópnum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn sem mætir Úkraníu 24. mars næstkomandi.

Jósef Kristinn Jósefsson er í hópnum og er óskandi að hann haldi sæti sínu fram yfir EM í sumar.  Athygli vekur að besti markvörðurinn í þessum aldurshópi (og jafnvel eldri), Óskar Pétursson, er ekki einn af tveimur markvörðum liðsins þrátt fyrir að hafa staðið sig mjög vel í síðustu leikjum í Lengjubikar og Fótbolti.net mótinu sem og á síðustu leiktíð.

Leikurinn er fyrri æfingarleikur liðsins en seinni leikurinn er gegn Englandi í Preston 28.mars.

Hópurinn sem mætir Úkraníu:

Markmenn: 
Haraldur Björnsson – Valur 
Arnar Darri Pétursson – SönderjyskE 

Varnarmenn: 
Hólmar Örn Eyjólfsson – West Ham 
Hjörtur Logi Valgarðsson – Gautaborg 
Skúli Jón Friðgeirsson – KR 
Jósef Kristinn Jósefsson – Burgas 
Elfar Freyr Helgason – Breiðablik 
Guðmundur Reynir Gunnarsson – KR 
Finnur Orri Margeirsson – Breiðablik 

Miðjumenn: 
Bjarni Þór Viðarsson – Mechelen 
Andrés Már Jóhannesson – Fylkir 
Almarr Ormarsson – Fram 
Guðlaugur Victor Pálsson – Hibernian 
Þórarinn Ingi Valdimarsson – ÍBV 
Björn Daníel Sverrisson – FH 

Sóknarmenn: 
Kristinn Steindórsson – Breiðablik 
Björn Bergmann Sigurðarson – Lilleström 
Aron Jóhannsson – AGF