Opnun innanhússvæði Skotfélagsins Markmiðs Nú er innahússvæðið fyrir loftbyssur tilbúið og er búið að vera opið síðastliðnu 2 laugardaga. Lögreglan er búin að koma og taka út svæðið og höfum við fengið það samþykkt. Næstkomandi laugardag, þann 9.apríl mun svo vera formleg opnun frá klukkan 13:00 – 16:00. Í framhaldi af því mun alltaf vera opið á laugardögum frá 13:00-15:00. Ekki …
Nýr leikmaður:Bogi Rafn
Grindvíkingurinn Bogi Rafn Einarsson er kominn heim í heiðardalinn en hann hefur skipt aftur yfir í Grindavík eftir að hafa leikið með Njarðvík á síðustu leiktíð. Bogi er öflugur varnarmaður en hann hefur verið í Bandaríkunum undanfarin tvö ár í námi ener nú kominn heim. Bogi verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Fylki í Lengjubikarnum í Árbænum kl. 19:00 í …
Komnir í 2.sæti
Grindavík komst í annað sæti í sinum riðli Lengjubikarins eftir 1-0 sigur á Haukum í gær. Leikurinn fór fram í rigningu og roki á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Lið Grindavíkur: Óskar – Matthías, Jamie, Ólafur Örn, Alexander – Jóhann, McShane, Salem – Magnús, Michel, Scotty. Inn á komu Guðmundur Bjarna, Óli Baldur, Guðmundur Egill og Hákon. Mark Grindavíkur skoraði …
Fimm í U-15
Fimm ungir körfuboltaiðkenndur úr Grindavík hafa verið valin í U-15 ára landsliðin. Bæði lið drengja og stúlkna mun taka þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar. Snorri Örn Arnaldsson , þjálfara U-15 drengja, hefur valið Hilmir Kristjánsson, Hinrik Guðbjartsson og Jón Axel Guðmundsson í sitt lið og Tómas Holton, þjálfari U-15 stúlkna, valdi Ingibjörg Sigurðardóttir og Julia Lane Figeroa Sicat í stúlknaliðið. Liðin eru …
Staðan í hópleiknum
GG Fiskibollurnar halda velli en keppnin um næstu sæti er orðin hörð. Staðan eftir leiki helgarinnar er eftirfarand: Tipparar Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4 Vika 5 Vika 6 Vika 7 Alls mínus lélegasta vika 1 GG Fiskibollurnar 9 13 10 10 9 11 12 74 65 2 Filippus Bragi Brovhny 7 11 9 9 9 10 …
Selfossmeistaramót í sundi
Grindvíkingar mættu á Meistaramót Selfoss í sundi 27 mars. Það er óhætt að segja að okkar fólk hafi staðið sig vel . Grindvíkingar unnu flestar greinarnar og okkar yngri sundmenn stóðu sig vel og bættu sig verulega enda virkilega flottir krakkar þarna á ferð . Í 6 ára og yngri Keppu þeir Alexander Hrafnar Benediktsson , Svanþór Rafn Róbertsson og …
Mót hjá 7.flokki í Fífunni sunnudaginn 27.mars
Við ætlum að taka þátt í móti í Kópavogi þar sem við spilum 7 á móti 7 á 4 völlum í einu í Fífunni í Kópavoginum. Við byrjum að spila kl 9:30 og spilum til kl 12.00 (ca) a og b lið. Það kostar 800 kr á dreng á mótið og innifalið er verðlaunapeningur og svali fyrir hvern dreng. Garðar …
Sumarfrí….
Annað árið í röð þurfum við Grindvíkingar að bíta í hið súra epli…. Að detta út úr 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar er ekki það sem lagt er upp með í upphafi leiktíðar því metnaður okkar sem að starfinu stöndum, liggur ávallt til hæstu hæða. Því eru það mikil vonbrigði að detta annað árið í röð út í 8-liða úrslitunum. …
Ylfa Rán Íslandsmeistari í bardaga.
Á laugardaginn 19. mars fór fram Íslandsmót í taekwondo bardaga. Mótið var haldið í laugardalnum og voru um 100 keppendur skráðir til leiks. Ylfa Rán Erlendsdóttir frá Taekwondo deil Grindavíkur varð Íslandsmeistari í bardaga. Ylfa Rán var einnig valin keppandi mótsins í kvennaflokki eftir glæsilegan úrslitabardaga við mjög sterkan keppanda sem er með svart belti. Björn Lúkas Haraldsson vann til …
Marko lánaður til Oskarshamns AIK
Marko Valdimar Stefánsson, varnarmaður Grindvíkinga, hefur gengið til liðs við sænska félagið Oskarshamns AIK á láni fram á haust. Oskarshamns AIK leikur í þriðju deildinni í Svíþjóð, sem er fimmta efsta deild, og stefnir á að komast upp í ár. Marko, sem er tvítugur, hefur leikið nítján deildar og bikarleiki með meistaraflokki Grindavíkur síðan hann steig sín fyrstu skref …










