Opnun innanhússvæðis skotdeildar Markmiðs

Ungmennafélag GrindavíkurSkotdeild

Opnun innanhússvæði Skotfélagsins Markmiðs Töff

Nú er innahússvæðið fyrir loftbyssur tilbúið og er búið að vera opið síðastliðnu 2 laugardaga. Lögreglan er búin að koma og taka út svæðið og höfum við fengið það samþykkt.

Næstkomandi laugardag, þann 9.apríl mun svo vera formleg opnun frá klukkan 13:00 – 16:00.

Í framhaldi af því mun alltaf vera opið á laugardögum frá 13:00-15:00.

Ekki verða rukkuð félagsgjöld enn sem komið er, en gjaldskránni verður stillt í hóf og er svohljóðandi:

Leiga á byssu                   300kr

20 skot og skífa                200kr

Gjald fyrir aðstöðuna       500kr

 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á laugardaginn næsta í tilefni opnuninnar og taka þátt í þessu með okkur.  

Kveðja Stjórnin