Ylfa Rán Íslandsmeistari í bardaga.

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Á laugardaginn 19. mars fór fram Íslandsmót í taekwondo bardaga.

Mótið var haldið í laugardalnum og voru um 100 keppendur skráðir til leiks. Ylfa Rán Erlendsdóttir frá Taekwondo deil Grindavíkur varð Íslandsmeistari í bardaga. Ylfa Rán var einnig valin keppandi mótsins í kvennaflokki eftir glæsilegan úrslitabardaga við mjög sterkan keppanda sem er með svart belti. Björn Lúkas Haraldsson vann til bronsverðlauna á mótinu. Glæsilegur árangur.