Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum (RR) svokallað hópstart fór fram í Hvalfirði í dag við frábærar aðstæður og fallegu veðri. Grindvíkingar áttu einn keppanda í mótinu sem keppti í junior flokki (17-18 ára) það var Jóhann Dagur Bjarnason sem gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn, og hjólaði hann 132 km á 4 klukkurtímum og 2 mínútum og var tæplega 30 mínútum …
Þjálfarar óskast hjá knattspyrnudeild Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir umsóknum frá áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á því að þjálfa yngri flokka hjá félaginu á komandi starfsári. Hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur er unnið metnaðarfullt starf í þjálfun barna og ungmenna og óskum við eftir því að fá til liðs við okkur áhugasama einstaklinga sem vilja taka þátt í knattspyrnustarfinu. Starfssvið – Umsjón með skipulagningu æfinga og …
Agnes Fjóla til Grindavíkur
Grindavík hefur samið við Angesi Fjólu Georgsdóttur sem mun leika með liðinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Agnes kemur frá Keflavík, er fædd 2005 og er því 15 ára gömul. Hún er hávaxin leikmaður sem getur leyst flestar stöður og er metnaðarfull. Hún passar vel inn í hópinn okkar og höfum fulla trú á því að við …
Hafliði og Magnús skrifa undir sínu fyrstu samninga
Hafliði Ottó Róbertsson og Magnús Engill Valgeirsson hafa gert sinn fyrsta samning sem leikmenn meistaraflokks við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Þessir ungu drengir er mjög efnilegir enda stefna þeir báðir hátt. Þeir eru uppaldir leikmenn hjá félaginu og eru góð viðbót við hópinn sem er á fullu í undirbúning fyrir komandi tímabil Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir stolti og bindir vonir sínar við að þessir drengir …
Kristófer Breki framlengir samning við Grindavík
Kristófer Breki Gylfason hefur gert nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út næsta tímabil. Breki spilar stöðu bakvarðar og er afar spennandi og uppalinn leikmaður hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk fyrir nokkrum árum og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í vetur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju …
Blikar kalla Stefán Inga heim úr láni
Framherjinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík í sumar í Lengjudeild karla. Stefán Ingi kom fyrr í sumar á láni frá Breiðablik. Samkomulagið milli Breiðabliks og Grindavíkur gilti til 10. ágúst en Stefán Ingi átti að fara til Bandaríkjanna í háskólanám um miðjan ágúst. Vegna Covid-19 ákvað Stefán Ingi að fara ekki til Bandaríkjanna í haust …
Guðmundur og Stefanía nýir yfirþjálfarar yngri flokka körfuknattleiksdeildar
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér hlutverk yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni í vetur. Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólk í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á …
Eistneskur miðherji til liðs við Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við eistneska leikmanninn Joonas Jarvelainen fyrir komandi keppnistímabil í Domino‘s-deild karla. Joonas er 202 sentimetrar á hæð sem getur leyst stöðu miðherja og sem stór framherji. Joonas er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu en einnig leikið í Bretlandi. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með að hafa …
Æfingar heimilar í knattspyrnu fullorðinna – Virða þarf 2 metra nándarmörk
KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19. Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með …
Leikjanámskeið UMFG – Fjögur námskeið í ágúst
Síðustu leikjanámsskeið sumarsins fara fram núna í ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir og eftir hádegi í næstu viku, 4. – 7. ágúst og sömuleiðis 10. – 13. ágúst. Námskeiðin eru fyrir krakka fædd árin 2011, 2012 og 2013. Skráning að þessu sinni fer fram í gegnum Sportabler og eru allar nánari upplýsingar að finna þar. Þeir sem eru …