Agnes Fjóla til Grindavíkur

KörfuboltiKörfubolti

Grindavík hefur samið við Angesi Fjólu Georgsdóttur sem mun leika með liðinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Agnes kemur frá Keflavík, er fædd 2005 og er því 15 ára gömul. Hún er hávaxin leikmaður sem getur leyst flestar stöður og er metnaðarfull.

Hún passar vel inn í hópinn okkar og höfum fulla trú á því að við getum gefið henni rétt umhverfi til þess að dafna og þroskast sem leikmaður.

Við bjóðum Agnesi velkomna í Grindavík!