Kristófer Breki framlengir samning við Grindavík

Körfubolti Körfubolti

Kristófer Breki Gylfason hefur gert nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út næsta tímabil.

Breki spilar stöðu bakvarðar og er afar spennandi og uppalinn leikmaður hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk fyrir nokkrum árum og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í vetur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að halda áfram samstarfi sínu við Kristófer Breka og væntir mikils af leikmanninum í vetur.