Fimmtudaginn 1. september 2011 verður til sölu merktar flíspeysur og íþróttagallar á góðu verði á meðan birgðir endast. Tökum við debet og visakortum. Peysurnar eru frá 66°norður og Regatta og íþróttagallarnir eru frá Henson. Opið verður í húsi UMFG í bláa skúrnum við hlið grunnskólans frá kl 14:00-18:00.
UMFG óskar eftir þjálfara til að sjá um íþróttaskóla barna
Íþróttaskóli barna verður starfræktur í vetur á sunnudögum og leitum við að aðila til að sjá um hann fyrir okkur allar nánari upplýsingar veitir Bjarni M Svavarsson. í netfangi bjarni@umfg.is
Tap í Vesturbæ
KR sigraði Grindavík 2-1 í fallbaráttuslag í gærkveldi á KR-vellinum. KR fékk óskabyrjun með ódýru marki á fimmtu mínútu en nokkur munur var Grindavíkurliðinu frá því í síðustu leikjum. Rétt fyrir hálfleik bættu KR við marki og því staðan 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelming KR og í þau skipti sem heimastúlkur komust yfir …
KR – Grindavík á morgun
Grindavík sækir KR heim á morgun klukkan 18:30 í Pepsi deild kvenna. Leikurinn verður sýndur beint á SportTV Nánast er um úrslitaleik að ræða um hvort liðið haldi sér uppi í efstu deild. Liðin eru jöfn að stigum, með 10 stig í 8 og 9 sæti þar sem 9. sæti er fallsæti. Stelpurnar okkar hafa verið á góðri siglingu í …
Júdóæfingar
Nú eru júdóæfingar að hefjast, hvetjum alla til að mæta, börn jafnt sem fullorðna. Nú hefjast júdóæfingarnar aftur eftir sumarfrí, mánudaginn 29. ágúst. Æfingar verða í litla salnum í íþróttahúsinu en iðkendur klæða sig í sundlauginni og geta fengið lánaðan búning til að prófa. Hvetjum alla til að endilega koma og prófa. Æfingar hefjast: 16:30 fyrir 13 ára og yngri …
Víkingarnir koma
Grindavík tekur á móti Víkingum í kvöld klukkan 18:00 í sextándu umferð Pepsi deild karla. Fyrri leikur liðana var engin frábær skemmtun en það ætti annað að vera upp á teningnum í kvöld þar sem bæði lið eru þyrst í öll þrjú stigin. Grindavík getur fikrað sig upp um nokkur sæti og fjarlægst botnbaráttuna með sigri. Komist þar með upp …
Grindavík 0 – Víkingur 0
Grindavík og Víkingur gerðu 0-0 jafntefli á Grindavíkurvellir í gærkveldi í 16.umferð Pepsi deild karla. Leiknum er lokið með markalausu jafntefli. Töpuð stig fyrir bæði lið en Grindavík var mun betri aðilinn og klaufar að ná ekki sigri. -89 mín Týndi sonurinn fær nokkrar mínútur, Jósef Kristinn Jósefsson inn fyrir Derek -82 mín Varnarmenn Víkings enn með blakvörnina en Gunnar …
Jobbi kominn aftur
Þau gleiðitíðindi hafa borist að Jósef Kristinn Jósefsson er aftur orðinn löglegur leikmaður Grindavíkur Búlgarska félagið Chernomorets Burgas sem Jósef samdi við í vetur stóð ekki við samninga og hefur alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðað að Jósef sé laus allra mála hjá félaginu. Þar sem félagskiptaglugginn er lokaður hér á landi þá þurfti samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ einnig að taka málið …
Stelpurnar á sigurbraut
Eftir að hafa náð aðeins í 1 stig í fyrstu 11 umferðunum hafa stelpurnar í meistarflokki kvenna snúið við blaðinu og lönduðu sínum 3 sigur í röð í kvöld. Núna var það Þróttur sem mætti á Grindavíkurvöll og komust Grindavík í 3-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn í 3-2 undir lokin. Dernelle skoraði fyrstu tvö á 34. og 45. mínútu …
Stórleikur í kvöld
Nú er komið að sannkölluðum 6 stiga leik hjá stelpunum okkar er þær mæta stelpunum úr Þrótti klukkan 19:15 í kvöld. Grindavíkurstelpurnar eru á fleygiferð þessa dagana og hafa unnið 2 FRÁBÆRA sigra í síðustu leikjum á móti Aftureldingu og Breiðablik. Svo nú er komið að því að hefna fyrir tapið á móti Þrótti í fyrri umferðinni 4-2. HS Orka býður …