Grindavík – ÍBV í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tekur á móti ÍBV í dag klukkan 18:00

Stelpurnar standa í baráttu við KR um sæti í efstu deild að ári.  Þrjú stig er í KR og verður reynt að sækja þau í kvöld.  ÍBV hefur komið á óvart í deildinni í ár og sitja öruggar í þriðja sætinu. 

Fyrri leikur liðanna í eyjum fór 2-1 þar sem Grindavík komst yfir snemma í seinni hálfleik og hélt forystunni fram á 85. mínútu þegar heimastúlkur jöfnuðu og komust svo yfir á 90 mínútu.  Þjálfari ÍBV er Jón Óli, fyrrum þjálfari Grindavíkur, og Elínborg Ingvarsdóttir hefur spilað með liðinu í sumar.