Tap í Vesturbæ

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

KR sigraði Grindavík 2-1 í fallbaráttuslag í gærkveldi á KR-vellinum.

KR fékk óskabyrjun með ódýru marki á fimmtu mínútu en nokkur munur var Grindavíkurliðinu frá því í síðustu leikjum.  Rétt fyrir hálfleik bættu KR við marki og því staðan 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelming KR og í þau skipti sem heimastúlkur komust yfir miðju endaði það með víti.   Vítaspyrnendur voru það hræddar við Emmu Higgins í markinu að þær sáu engan annan kost en að senda boltann í yrstu horn marksins og enduðu báðr spyrnurnar í tréverkinu.  Shaneka Gordon minnkaði muninn á 58. mínútu og Grindavíkurstelpur reyndu allt til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn 2-1.

Næsti leikur Grindavíkur verður gegn Jón Óla og læristúlkum hans í ÍBV, Elínborg Ingvarsdóttir mun þá mæta sínum gömlu liðsfélögum.  Fyrri leikur þessara liða í eyjum fór 2-1 en Grindavík missti niður leikinn á síðustu mínútunum.

Þrjú stig er í KR en 12 stig í pottinum þannig að allt er hægt, sérstaklega ef stelpurnar finna aftur hjá sér spilamennskuna sem skilaði þremur sigrum í röð.

 

Myndin hér að ofan er fengin frá fotbolti.net en fleiri myndir af leiknum er hægt að sjá hér.