KR – Grindavík á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sækir KR heim á morgun klukkan 18:30 í Pepsi deild kvenna. Leikurinn verður sýndur beint á SportTV

Nánast er um úrslitaleik að ræða um hvort liðið haldi sér uppi í efstu deild.  Liðin eru jöfn að stigum, með 10 stig í 8 og 9 sæti þar sem 9. sæti er fallsæti.

Stelpurnar okkar hafa verið á góðri siglingu í síðustu umferðum þar sem þær hafa unnið þrjá leiki í röð og eru til alls líklegar.  Liðin mættust í fyrri umferðinni í Grindavík þar sem liðin skiptu með sér stigunum í 1-1 jafntefli.