Giordan Watson

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það styttist í að körfuboltavertíðin hefjist en eins og fram kom á visir.is þá höfum við Grindvíkingar gengið frá ráðningu á Bandaríkjamanni fyrir leiktíðina en um er að ræða leikstjórnandann Giordan Watson.

Watson spilaði síðustu 6 leikina í deildarkeppninni á síðustu leiktíð með Njarðvíkingum og var með tæp 23 stig og 7,5 stoðsendingar.  M.a. átti hann frábæran leik á móti erkifjendunum úr Keflavík og skoraði 40 stig og var óstöðvandi.

Watson hefur áður leikið í efstu deild í Þýskalandi en það er hörku sterk deild.

Watson kemur um miðjan september til landsins.

Önnur leikmannamál eru til skoðunar.