Klara Bjarnadóttir nýr formaður UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í kvöld í Gjánni, félagsheimili UMFG. Kosin var ný stjórn til næsta starfsárs. Klara Bjarnadóttir var kjörin nýr formaður UMFG. Hún er fyrsta konan síðan árið 1978 til að gegna þessu embætti hjá UMFG. Er það mikið fagnaðarefni að fá jafn öfluga konu og Klöru í forystu hjá félaginu en hún hefur unnið frábært starf …

Dagur Kár framlengir við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Dagur Kár Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og leikur áfram með félaginu á næstu leiktíð. Dagur hefur verið í herbúðum Grindavíkur með hléum frá árinu 2016. Hann spilaði í Austurríki tímabilið 2018/2019 en hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur á undanförnum árum. „Ég er virkilega ánægður að hafa gert nýjan samning og líður ótrúlega vel í Grindavík. …

Þorleifur ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík sem mun leika í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð. Þorleifur gerir samning til næstu þriggja ára og tekur við liðinu af Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfaði liðið í vetur. Þorleif eða Lalla þarf vart að kynna fyrir Grindvíkingum. Hann hefur verið lykilmaður í grindvískum körfuknattleik um árabil og leiddi karlalið …

Lokahóf yngri flokka

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram 7. júní í Gjánni. Veittar voru einstaklings viðurkenningar allt frá minnibolta 10 ára til elstu yngri flokka. Við óskum ykkur öllum til hamingju og hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut. Mb 10 ára stelpur Mestu framfarir: Margrét og Berglind Dugnaðarforkur: Lára Mb 11 ára stelpur Mestu framfarir: Salka Eik og …

Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til aukaaðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 24. júní næstkomandi í samkomusal félagsins, Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00 Dagskráin á aukaaðalfundi er eftirfarandi: 1) Fundarsetning. 2) Kosinn fundarstjóri og kosinn fundarritari 3) Kosning stjórnar – Kosinn formaður – Kosnir 6 einstaklingar í stjórn. – Kosnir 3 einstaklingar í varastjórn. 4) Kosning í unglingaráð – Kosinn …

Aðalfundur UMFG fer fram 24. júní

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2020 fer fram fimmtudaginn 24. júní næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 18:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Stjórn UMFG

Aðalfundir deilda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Sund, Taekwondo, UMFG

Aðalfundir minni deilda UMFG munu fara fram miðvikudaginn 23. júní næstkomandi í Gjánni, íþróttamiðstöðinni. Um er að ræða aðalfundi hjá eftirfarandi deildum: Fimleiknum, Júdó, Sundi og Taekwondo. Fundurinn hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í starfinu! Áfram Grindavík!

Grindavík leikur í efstu deild á næstu leiktíð!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kvennalið Grindavíkur leikur í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð en liðið hafði betur gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu um deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á …

Knattspyrnuskóli Janko & Cober hefst í næstu viku

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir krakka í 7. til 4. flokk hjá strákum og stelpum. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp þriggja vikna námskeið og hefst skólinn mánudaginn 14. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: 7. flokkur …

Sumaræfingar hjá körfuknattleiksdeildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeildin ætlar að bjóða upp á æfingar í sumar fyrir yngri flokka og hvetjum við iðkendur að vera dugleg að mæta – sumarið er tíminn til þess að bæta sig! Það verða tvær æfingar á viku fyrir alla yngri flokka iðkendur til 8. júlí n.k. Hlökkum til að sjá ykkur! Karfa strákar 1, 2 og 3. bekkur Mánudagar kl. 15.00 …