Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til aukaaðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 24. júní næstkomandi í samkomusal félagsins, Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00

Dagskráin á aukaaðalfundi er eftirfarandi:
1) Fundarsetning.
2) Kosinn fundarstjóri og kosinn fundarritari
3) Kosning stjórnar
– Kosinn formaður
– Kosnir 6 einstaklingar í stjórn.
– Kosnir 3 einstaklingar í varastjórn.
4) Kosning í unglingaráð
– Kosinn formaður
– Kosnir 6 einstaklingar í unglingaráð
5) Fundarslit

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóra UMFG, með tölvupósti á jonjulius@umfg.is

Hvetjum alla til að fjölmenna og taka virkan þátt í starfinu.
Áfram Grindavík!
💛🏀💙