Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir krakka í 7. til 4. flokk hjá strákum og stelpum. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár ásamt aðstoðarfólki.
Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp þriggja vikna námskeið og hefst skólinn mánudaginn 14. júní.
Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi:
7. flokkur kk & kvk:
09:00 – 09:55
6. og 5. flokkur kk & kvk:
10:00 – 10:55
4. flokkur kk & kvk:
11:00 – 11:55
Boðið verður upp á 2 námskeið sem skiptast í eftirfarandi tímabil:
3 vikur frá 14. júní til 1. júlí
3 vikur frá 5. júlí til 22. júlí
Verð í skólann er 12.500 kr.- fyrir hvert námskeið. Hægt er að velja að taka tvær vikur af þremur á 9.000 kr.-