Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna í Garðabæ með 88 stigum gegn 82 og jafnaði þar með einvígið 2-2. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla ráðast því í oddaleik í Grindavík á sunnudagskvöldið. Íslandsbikarinn blasti við í íþróttahúsinu í Garðabæ enda gátu heimamenn tryggt sér titilinn með sigri. En varnarleikur Grindvíkinga í þessum leik var til fyrirmyndar, okkar …
Kemur ekki til greina að færa leikinn
Strax eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld fóru menn að velta því fyrir sér hvernig Grindvíkingar ætli sér að koma öllum þeim áhorfendum fyrir sem vilja komast á oddaleikinn á sunnudag. Íþróttahúsið í Grindavík, Röstin, er lítið og aðeins ein stúka. Ekki er hægt að koma að fólki fyrir aftan körfurnar og í raun ekki hægt að gera neitt …
Nú er að duga eða drepast!
Fjórði leikur Stjörnunnar og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fer fram í Ásgarði í kvöld kl. 19:15. Grindavík er með bakið upp við vegg því fari Stjarnan með sigur af hólmi er Íslandsmeistaratitillinn þeirra. Vinni Grindavík verður oddaleikur í Grindavík á sunnudaginn. Úrslitakeppnin hófst árið 1984 og alls hefur úrslitaeinvígi átta sinnum endað 3-1 og verður það í níunda …
Leikur 4
Fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar og jafnframt næst síðasti leikur Íslandsmótsins fer fram í dag klukkan 19:15 Til að trygja sér hreinan úrslitaleik næstkomandi sunnudag þarf Grindavík sigur að halda í kvöld. Garðbæingar ætla að halda upp á Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og munu fjölmenna í Ásgarð. Okkar menn ætla hinsvegar að koma í veg fyrir það og þurfa …
Grindavíkurhjartað vann
Það þarf ekki frekari orð um þessa snilld í kvöld! Ljóst er að okkar bíður ODDALEIKUR í Röstinni okkar á sunnudag! Framhaldið betur auglýst frekar. Áfram Grindavík!
Opinn fundur um sjávarútvegs- og atvinnumál
Samfylkingin í Grindavík stendur fyrir opnum fundi um sjávarútvegs- og atvinnumál á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20.00 að Víkurbraut 25. Framsögumenn verða Björgvin G. Sigurðsson og Ólafur Þór Ólafsson frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fjölmennum og tökum þátt í skapandi umræðum um þessi lykilmál samfélagsins. Allir velkomnir Stjórnin
Grindavík þarf á kraftaverki að halda
Grindavík lá fyrir Stjörnunni 89-101 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í Röstinni í gærkvöldi. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og getur því tryggt sér titilinn þegar liðin mætast í Garðabæ á fimmtudaginn. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun. Sóknarleikur beggja liða var í öndvegi og Jóhann Árni Ólafsson setti niður þriggja stiga skot undir lok fyrri hálfleiks og staðan 48-45, Grindavík …
Þrenn verðlaun
Grindvíkingar hafa gert það gott að undanförnu á Íslandsmótum í júdó en þrír unnu til verðlauna, eitt gull og tvenn silfur. Íslandsmeistaramót fullorðinna í júdó fór fram á dögunum og keppti þar Sigurpáll Albertsson frá Grindavík og vann þar til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100 kg flokki og voru þar sex keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann …
Lengri leiðin
Við ætlum okkur titliinn í ár og ljóst að við höfum valið lengri leiðina að honum….. Grindavík tapaði í hörkuleik fyrir Stjörnunni á heimavelli í gær í 3.leik liðanna og þar með hefur Stjarnan tekið forystu 1-2 og getur tryggt sér titilinn á heimavelli sínum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl. Í mínum huga er hér um tvö mjög jöfn lið …
Leikur 3
Forsala á miðum á leikinn í kvöld byrjar klukkan 17:00 í Salthúsinu. Á sama tíma verður grillað hitað upp og verða seldir frá klukkan 17:30. Grindavíkingar eru hvattir til þess að ná sér í miða í forsölu og mæta snemma í íþróttahúsið. Boðið verður upp á magnaða kynningu til að keikja í mannskapnum!