Leikur 4

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar og jafnframt næst síðasti leikur Íslandsmótsins fer fram í dag klukkan 19:15

Til að trygja sér hreinan úrslitaleik næstkomandi sunnudag þarf Grindavík sigur að halda í kvöld.  Garðbæingar ætla að halda upp á Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og munu fjölmenna í Ásgarð.  Okkar menn ætla hinsvegar að koma í veg fyrir það og þurfa stuðning frá sem flestum Grindvíkingum til þess.

Þriðji leikurinn var viss vonbrigði þar sem slakar síðustu mínútur kom Stjörnunni í þessa oddastöðu.  Grindavíkurliðið er nú samt það vel skipað að þeir geta vel unnið bæði þennan leik og þann næsta, engin tilviljun að þeir enduðu sem deildarmeistarar.  Allir leikmenn þurfa að sýna þann leik sem býr í þeim og hef ég fulla trú á því að það muni þeir gera.

Áfram Grindavík