Viktor Guðberg framlengir við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Viktor Guðberg Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2023. Viktor er 22 ára gamall bakvörður/miðvörður og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu á undanförnum tveimur árum. Alls hefur Viktor leikið 43 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk. Hann var einnig á láni hjá GG snemma á ferlinum þar …

Systurnar endurnýja samninga við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Systurnar Jenný Geirdal og Edda Geirdal Kjartansdætur hafa skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2023/2024. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Jenný Geirdal er fædd árið 2002 og leikur stöðu framherja. Hún var með 5,1 stig að meðaltali í Subway-deildinni í vetur og var valin besti varnarmaður liðsins á lokahófi deildarinnar í apríl. …

Kristófer Páll til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Kristófer Páll Viðarsson hefur samið við Grindavík og gengur hann til liðs við Grindavík frá Reyni Sandgerði. Kristófer Páll er 25 ára gamall vængmaður sem ólst upp á Austfjörðum en hefur meðal annars leikið með Keflavík, Selfoss, Fylki og Leikni F. Kristófer semur við Grindavík til loka tímabilsins 2024 og mun taka virkan þátt í uppbyggingu á liði Grindavíkur til …

Breytt tímasetning á aðalfundum

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að fresta aðalfundi minni deilda og aðalstjórnar um eina viku. Fundurinn átti að fara fram í dag en verður þess í stað haldinn þriðjudaginn 17. maí í Gjánni. Aðalfundur Minni deilda hefst kl. 18:00 og aðalfundur UMFG hefst kl. 19:00. Við vonum að allir sjái sér fært að mæta en um leið biðjumst við velvirðingar á …

Sala á árskortum Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir leiki sumarsins hjá meistaraflokkum félagsins í Lengjudeildinni. Stuðningsmönnum býðst að kaupa fjórar tegundir af árskortum sem gilda á alla heimaleiki félagsins í deildinni í sumar. Öll kortin eru komin í sölu í miðasöluappinu Stubbi. Þeir sem kaupa árskort í stubbi árskortið sjálfkrafa í appið. Einnig vera gefin út kort sem árskortahafar geta …

Aðalfundur minni deilda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

UMFG auglýsir aðalfund minni deilda félagsins. Umræddar deildir eru: Fimleikar, Hjól, Píla, Sund og Taekwondo. Fundurinn verður haldinn kl 18:00 í Gjánni þann 17. maí 2022 Dagskrá fundarins er: 1.    Skýrsla stjórna og reikningar deilda 2.    Stjórnarkjör deildanna 3.    Önnur mál

Aðalfundur UMFG fer fram 17. maí

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2021 fer fram þriðjudaginn 17. maí  næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 19:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Stjórn UMFG

Örvar Logi á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Örvar Logi Örvarsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Stjörnunni. Örvar er á 19. aldursári og leikur stöðu vinstri bakvarðar. Örvar lék á láni með KFG á síðstu leiktíð í 3. deildinni en hefur einnig komið við sögu hjá Stjörnunni á undirbúningstímabilinu. Örvar lék æfingaleik með Grindavík sl. föstudag í sigri gegn Reyni Sandgerði og stóð sig …

Hulda Björk skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leik áfram með liðinu út næstu tvö keppnistímabil. Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur á tímabilinu. Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að …

Fyrirlestur um mikilvægi styrktarþjálfunar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Mánudaginn 25. apríl kl 17.00 mun Vilhjálmur Steinarsson íþróttafræðingur halda fyrirlestur í Gjánni íþróttamiðstöðinni um mikilvægi styrktarþjálfunar. Fyrirlesturinn er fyrir ungmenni fædd 2009 og eldri og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta. -Léttar veitingar í boði- Vilhjálmur Steinarsson er 38 ára gamall íþróttafræðingur sem hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun fyrir körfubolta. Hann hefur reynslu sem leikmaður í úrvalsdeild …