Systurnar endurnýja samninga við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Systurnar Jenný Geirdal og Edda Geirdal Kjartansdætur hafa skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2023/2024. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og eiga bjarta framtíð fyrir höndum.

Jenný Geirdal er fædd árið 2002 og leikur stöðu framherja. Hún var með 5,1 stig að meðaltali í Subway-deildinni í vetur og var valin besti varnarmaður liðsins á lokahófi deildarinnar í apríl. Jenný bætti sig mikið í vetur og verður spennandi að fylgjast með henni á næsta tímabili.

Edda Geirdal er fædd árið 2005 og er hávaxin miðherji. Edda missti af síðasta tímabili vegna erfiðra meiðsla en standa vonir til að hún komi öflug tilbaka á næsta tímabili.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að endursemja við þessar frábæru systur og hlökkum við til að sjá þær á parketinu í HS Orku Höllinni á næstu leiktíð.