Jankovic fjölskyldan í Grindavík í 30 ár

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Milan Stefán Jankovic kom til Íslands í fyrsta sinn í janúar árið 1992 með það markmið að spila fótbolta fyrir Grindavík. Heimaland hans þá var gamla Júgóslavía.

Fjölskylda Janko flutti síðar til landsins, eiginkona hans Dijana Una og börn hans Jovana og Marko Valdimar. Dijana starfaði í fjölda mörg ár fyrir knattspyrnudeildina og sinnti sínum störfum þar af miklum myndarskap.

Jankó spilaði alls 110 leiki í deild- og bikar fyrir Grindavík á sjö árum og gerði í þeim leikjum 14 mörk. Vakti geta hans á knattspyrnuvellinum strax athygli og jafnframt var hann ávallt boðinn og búinn að leiðbeina yngri leikmönnum félagsins og miðla af reynslu sinni.

Auk þess að eiga farsælan feril sem leikmaður þá á hann virkilega glæstan feril sem þjálfari hér í Grindavík og eru ófáir leikmenn Grindavíkur á öllum aldri sem eiga Janko margt að þakka.

Þar sem nú eru liðin 30 ára síðan að þessi fjölskylda auðgaði fyrst bæjarlífið hér í Grindavík voru þau Jankó og Dijana heiðruð sérstaklega fyrir leikinn gegn Þrótti Vogum í gær.

Takk fyrir okkur Janko og Dijana.

Knattspyrnudeild Grindavíkur
💛💙