Mikilvægur leikur á Grindavíkurvelli í kvöld – Haukar koma í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur á Grindavíkurvelli þar sem Grindavík mun taka á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Mikill stígandi hefur verið í leik Grindavíkurliðsins í undanförnum leikjum og stigin safnast hratt í sarpinn. Má segja að í kvöld sé komið að ögurstundu þar sem skorið verður úr um hvort að liðið muni blanda sér …

Tvö mörk beint úr hornspyrnu á móti sama liðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eins og við greindum frá á mánudaginn þá skoraði Jósef Kristinn Jósefsson mark gegn Fjarðabyggð núna um helgina beint úr aukaspyrnu. Slík mörk eru ekki mjög algeng en á Fótbolta.net í gær var það rifjað upp að þetta er í annað skiptið í ár sem Jósef skorar slíkt mark og það gegn sama liði! Í samtali við Fótbolta.net sagði Jósef …

Glötuð stig í Grafarvogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar okkar heimsóttu Grafarvoginn um helgina þar sem heimastúlkur í Fjölni tóku á móti þeim. Fyrir leikinn voru Fjölnisstúlkur næst neðstar í deildinni með 4 stig en Grindvíkingar á toppnum með 19 stig og aðeins búnar að tapa stigum einu sinni í sumar þegar þær gerðu jafntefli við Víking á útivelli. Sigur í þessum leik hefði styrkt stöðu Grindavíkur á …

Góður sigur fyrir austan og Grindavík klifrar upp töfluna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir fremur rysjótta byrjun á fótboltasumrinu hjá strákunum í 1. deildinni hefur liðið tekið hressilega við sér og stigin tekið að safnast í sarpinn í síðustu leikjum. Í gær hélt liðið austur á firði þar sem lið Fjarðabyggðar var sótt heim á Eskjuvelli á Eskifirði. Þegar liðið mættust í Grindavík í vor fóru Austfirðingar með 1-3 sigur af hólmi og …

Skrifað undir hjá körfunni – Íris Sverris komin heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Á dögunum skrifuðu nokkrir leikmenn undir samninga við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Ber þar hæst að Íris Sverrisdóttir hefur tekið fram skóna á ný og snýr aftur heim til Grindavíkur eftir að hafa leikið síðast með Haukum. Þá skrifaði Daníel Guðni Guðmundsson formlega undir sinn samning en hann mun þjálfa liðið næstu tvö ár og jafnframt spila með karlaliðinu. Þá skrifuðu 3 …

Toppslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar FH kemur í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður sannkallaður toppslagur í 1. deild kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00 en þá mætast lið Grindavíkur og FH. Grindavík er á toppi B riðils 1. deildar með 16 stig og FH-ingar eru svo í öðru sæti með 15 en einu stigin sem FH hefur tapað í sumar voru einmitt í tapleik á móti Grindavík í Kaplakrika. Búast …

Scott Ramsay kvaddi Grindavík með sigri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Scott Ramsay lék sinn síðasta leik fyrir Grindavík í sumar í gærkvöldi þegar hann kom inná sem varamaður gegn KA og lagði upp sigurmarkið. Scotty sem verður fertugur í haust hefur því að öllum líkindum leikið sinn síðasta keppnisleik í gulu treyjunni en hann mun leika með Reyni frá Sandgerði í 2. deildinni það sem eftir lifir sumars. Scott Ramsay …

Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ, sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina, hófst mánudaginn 6. júlí. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí og mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Búist er við fjölmennu móti á Akureyri að þessu sinni enda eru fleiri keppnisgreinar en nokkru sinni áður. Á Akureyri er gríðarlega …

Grindavík sigraði Costa Blanca mótið á Spáni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnu, sem í vetur voru afar duglegar við margskonar fjáraflanir, hafa undanfarna daga notað ávaxta erfiðis síns á Spáni þar sem þær kepptu á Costa Blanca mótinu og er skemmst frá því að segja að þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið. Við óskum þessum efnilegum knattspyrnukonum að sjálfsögðu til hamingju með þennan …

Daníel Guðni tekur við kvennaliðinu í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þær fréttir bárust í dag að formlega hefði verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta en sá sem hreppti hnossið var enginn annar en Daníel Guðni Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks karla. Daníel hefur áður þjálfað yngri flokka en mun stíga sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild í vetur. Við óskum Daníel að sjálfsögðu til hamingju …