Toppslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar FH kemur í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður sannkallaður toppslagur í 1. deild kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00 en þá mætast lið Grindavíkur og FH. Grindavík er á toppi B riðils 1. deildar með 16 stig og FH-ingar eru svo í öðru sæti með 15 en einu stigin sem FH hefur tapað í sumar voru einmitt í tapleik á móti Grindavík í Kaplakrika.

Búast má við hörkuleik í kvöld og ljóst að Grindavíkurstúlkur ætla að leggja allt í sölurnar til að halda sínu sæti á toppnum og munu berjast til síðasta blóðdropa.

Áfram Grindavík og allir á völlinn!