Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur skrifað undir nýjan samning við þá Ólaf Ólafsson, Kristófer Breka Gylfason og Hinrik Bergsson. Jafnframt snýr Bragi Guðmundsson aftur heim frá Haukum og mun leika með Grindavík á næsta tímabili. Ólafur Ólafsson gerir nýjan 2ja ára samning við Grindavík en hann hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu í rúmlega áratug. Eru það frábærar fréttir að Ólafur verði áfram …
Knattspyrnuskóli UMFG
Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir stelpur og stráka í 7. til 4. flokk. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár, eins og síðasta ár, ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp tveggja vikna námskeið og hefst skólinn miðvikudaginn 15. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: …
Lokahóf yngri flokka hjá KKD Grindavíkur
Lokahóf yngri flokka frá 5. bekk og eldri var haldið í Gjánni þriðjudaginn 7. júní sl. Um er að ræða uppskeruhátíð í starfi yngri flokka deildarinnar og var hófið afar vel sótt. Eftirfarandi verðlaun voru veitt að þessu sinni: Minnibolti 10 ára stúlkur Dugnaðarforkur – Heiðdís Sigurðardóttir Framfarir – Rebecca Ann Ramsey og Lilja Gunnarsdóttir Minnibolti 10 ára drengir Framfarir …
Jóhann Þór tekur á ný við Grindavík
Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Grindavíkur í Subwaydeild karla og mun hann stýra félaginu á næstu leiktíð. Jóhann Þór stýrði liði Grindavíkur á árunum 2015 til 2019 og fór liðið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 2017 undir hans stjórn. Jóhann Þór var aðstoðarþjálfari hjá Grindavík í vetur og er öllum hnútum kunnugur í starfi félagsins. Hann …
Sumaræfingar hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur auglýsir sumaræfingar hjá iðkendum í 5. – 10. bekk í júní. Sumaræfingar hefjast þann 1. júní næstkomandi. Æfingarnar verða tækniæfingar og styrktarþjálfun. Jóhann Árni Ólafsson mun stýra sumaræfingunum í júní. Æfingarnar verða á eftirfarandi tímum í júní: Þriðjudaga kl. 16:15 – 17:15 Miðvikudaga kl 16:15 – 17:15 Fimmtudaga kl 16:15 – 17:15 Æft verður í íþróttahúsinu. Allir iðkendur …
Starfsauglýsing: Staða yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling. Mikilvægt er að umsækjandinn hafi reynslu af körfuknattleiksþjálfun og sé með góða hæfni í mannlegum samkiptum. Um hlutastarf er að ræða. Helstu verkefni: – Umsjón með faglegu barna- og unglingastarfi. – Ráðning og samskipti við þjálfara. – Stuðningur við þjálfara. – Samskipti við …
Skráning hafin í Leikjanámskeiðin í sumar
Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2013, 2014 og 2015 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …
Hekla Eik framlengir við Grindavík
Hekla Eik Nökkvadóttir hefur gert nýjan samning við Grindavík út næsta keppnistímabil. Hekla Eik er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og eru það frábærar fréttir fyrir Grindavík að hún verði áfram með félaginu á komandi tímabili. Hekla er 18 ára bakvörður sem var með 7,1 stig að meðaltali í Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð. Hekla hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin …
Klara endurkjörin formaður UMFG
Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Dagskrá fundarins var hefðbundin en farið var yfir skýrslu stjórnar ásamt því að ársreikningur fyrir starfsárið 2021 var kynntur. Klara Bjarnadóttir var endurkjörin formaður Ungmennafélags Grindavíkur á fundinum. Fram kom í máli hennar að almennt hafi starfisemi félagsins gengið vel þó áhrifa af heimsfaraldri hafi sannarlega gætt. „Vinna við framtíðarsýn íþróttasvæðis …
Jankovic fjölskyldan í Grindavík í 30 ár
Milan Stefán Jankovic kom til Íslands í fyrsta sinn í janúar árið 1992 með það markmið að spila fótbolta fyrir Grindavík. Heimaland hans þá var gamla Júgóslavía. Fjölskylda Janko flutti síðar til landsins, eiginkona hans Dijana Una og börn hans Jovana og Marko Valdimar. Dijana starfaði í fjölda mörg ár fyrir knattspyrnudeildina og sinnti sínum störfum þar af miklum myndarskap. …