Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samning við búningaframleiðandann Macron til næstu fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að íþróttafélagið í heild sinni mun framvegis klæðast fatnaði frá Macron við íþróttaiðkun og keppni. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Ungmennafélag Grindavíkur en frá og með áramótum mun félagið sameinast í fatnaði frá einum búningaframleiðenda. Tvær stærstu deildir félagsins, knattspyrna og körfubolti, munu því …
Alfreð lýkur störfum hjá Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfari meistaraflokks karla. Alfreð Elías tók við liði Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði Grindavík í 6. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. „Við viljum þakka Alfreð fyrir hans störf hjá Grindavík í sumar og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir …
Anton Ingi nýr þjálfari kvennaliðs Grindavíkur
Anton Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og tekur hann við starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Anton Ingi er 26 ára gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil. Anton Ingi gerir árssamning við Knattspyrnudeild Grindavíkur en Anton er mjög efnilegur þjálfari og hefur gert mjög góða hluti sem …
Elma Dautovic semur við Grindavík
Grindavík hefur samið leikmanninn Elma Dautovic sem mun leika með félaginu í vetur í Subwaydeild kvenna. Elma er 21 árs gömul og kemur frá Slóveníu. Elma er 187 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Hún kemur til liðs við Grindavík frá Sokol HK í Tékklandi þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Hún hefur jafnframt leikið með yngri landsliðum …
David Azore til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við bandaríska leikmanninn David Azore um að leika með félaginu í Subwaydeild karla á komandi leiktíð. Azore er 23 ára gamall, fjölhæfur leikmaður sem leikur sem bakvörður en getur jafnframt leyst fleiri stöður á vellinum. Azore kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum en hann lék með UT Arlington háskólanum við góðan orðstír. Hann var með 19,8 stig að …
Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar fer fram 29. september
Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu fimmtudaginn 29. september kl 18:00. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu er bent á að senda tölvupóst á umfg@centrum.is. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Már Gunnarsson, formaður í síma 865-2900 Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.
Aron Jó og Una Rós valin best á lokahófi Knattspyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með sl. laugardag í íþróttahúsinu í Grindavík. Lokahófið var afar glæsilegt að þessu sinni en alls sóttu um 250 manns hátíðarkvöldverðin og lokahófið og enn fleiri skemmtu sér vel fram eftir nóttu á dansleiknum. Boðið var upp á frábæran kvöldverð frá grindvísku kokkalandsliði. Þeir Atli Kolbeinn, BBQ Kóngurinn, Bíbbinn og Villi á Vörunni sáu um …
Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara
Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins laust til umsóknar. Félagið leitar að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, …
Forsala á lokahóf Knattspyrnudeildar er hafin
Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir tímabilið 2022 fer fram 17. september næstkomandi í Íþróttahúsinu í Grindavík. Uppskeruhátið fótboltans í Grindavík verður svo sannarlega stórglæsileg í ár. Húsið opnar kl. 19:00. Hátíðarkvöldverður hefst um kl. 19:30. Kokkalandsliðið Atli Kolbeinn, BBQ Kóngurinn, Bíbbinn og Villi á Vörinni sjá um að töfra fram matinn þetta árið. Meðal þeirra sem koma fram: – Aron Can …
Skráning í íþróttir UMFG hafin í Sportabler
Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG fyrir starfsárið 2022/2022 er hafin. Skráning fer fram í gegnum Sportabler líkt og undanfarin ár. Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert barn á aldrinum 6-18 ára stundað eins margar íþróttir og áhugi er til fyrir þessa fjárhæð á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Stundi barn fleiri …