Alfreð lýkur störfum hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfari meistaraflokks karla. Alfreð Elías tók við liði Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði Grindavík í 6. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

„Við viljum þakka Alfreð fyrir hans störf hjá Grindavík í sumar og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Ný stjórn tók við hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur á aukaaðafundi deildarinnar í gærkvöld og er leit af nýjum þjálfara Grindavíkur hafin.