Landsliðið til Kína

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Fjórir Grindvíkingar fóru í morgun áleiðis til Kína með karlalandsliðinu í körfubolta.

Kínverska körfuknattleikssambandið bauð því íslenska til sín þar sem liðin munu mætast í tveimur leikjum.  Þann fyrsta 9.september í Xuchang City og þann seinni 11.september í  Loudi City.  

Kínverjar telja að íslenska landsliðið sé áþekkt þeim mótherjum sem þeir mæta á Asíuleikunum sem fram fara seinna í september.

Í landsliðinu eru Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.  Aðstoðarþjálfari er Helgi Jónas Guðfinnsson og farastjóri Eyjólfur Þór Guðlaugsson.