Yfirlýsing frá formanni körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Eins og öllum er ljóst þá hefur meistaraflokkur kvenna orðið fyrir mikilli blóðtöku annað árið í röð.

Systurnar Harpa og Helga hafa ákveðið að skipta úr Grindavík og ætla sér að spila með liðunum á norðanverðum Reykjanesskaganum.
Reyndar fengum við Petrúnellu til baka og við þann liðsstyrk þá voru allir bjartir.
Sami hópur og í fyrra og hún sem viðbót, það lofaði góðu.

En !!!

Þegar þetta var ljóst fundaði stjórnin um framhaldið og var þjálfarinn Jóhann Þ Ólafssons hafður með í ráðum.
Niðurstaðan af formlegum og óformlegum fundum var sú að afturkalla skráningu meistaraflokks kvenna úr Iceland Express deildinni og skrá liðið í 1 deildina.

Við erum með mjög efnilega leikmenn sem eru að koma upp núna og við teljum að þær geti þroskast vel og fengið mikla reynslu í 1 deildinni og komið sterkar upp að ári. Auðvitað setjum við stefnuna á efstu deild því að þar eigum við að vera og þar viljum við vera.

Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir stjórn að taka, sem telur sig hafa gert vel fyrir báða meistarflokkana.

Þegar svona hlutir gerast,þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér.
Hvað erum við að gera vitlaust ?
Er eitthvað að okkar starfi ?
Er umgjörð meistarflokks röng ?
Sjö þjálfarar á níu árum,er það eitthvað óeðlilegt, leikmenn hafa reyndar verið þar með í ráðum.
Hugarfar leikmanna ?
Hugarfar stjórnarfólks ?

Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera og eru allar góðar ábendingar vel þegnar.

Baráttukveðja
Magnús Andri Hjaltason