Knattspyrnudeildin hefur skrifað undir samning við Alen Sutej sem mun því spila með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar. Samningurinn er eins árs. Alen er 27 ára Slóveni sem hefur gert góða hluti hér á landi. Árin 2009 og 2010 var hann með Keflavík þar sem hann lék 48 leiki. Eftir það fór hann til FH en náði aldrei að spila …
Viðtöl við landsliðskonur í fótbolta
KSÍ hefur staðið fyrir auglýsingaátaki þar sem stelpur eru hvattar til að fara í fótbolta. Mörg skemmtileg viðtöl er að finna á facebook síðu kvennalandsliðsins við landsliðsstelpurnar. Eins og allir vita eru lykilmenn í landsliðinu Grindvíkingurinn Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir og margt bendir til að fleiri Grindvíkingar muni feta í sömu spor á næstu árum. Einnig er hægt að …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin
Þrjár á úrtaksæfingar
Landslið U16 og U17 kvenna í knattspyrnu verða með æfingar fyrir útrakshópa um næst helgi. Þrjár stelpur úr Grindavík hafa verið valdar í þessa hópa. Guðný Eva Birgisdóttir æfir með U17 ára liðinu sem tekur þátt í aukamóti í Wales í apríl. Ingibjörg Sigurðardóttir er einnig í þeim hóp fyrir Breiðablik. Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir hafa verið í æfingahópin …
Nýjir leikmenn og leikur í kvöld
Grindavík og Tindastóll mætast í Lengjubikarnum í kvöld í Reykjaneshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 20:30 Er þetta fimmti leikur Grindvíkinga í Lengjubikarnum. Grindavík sigraði BÍ/Bolungarvík 3-0, gerði 3-3 jafntefli við ÍBV og tapaði fyrir Víking Ólafsvík og Fylki. Leikmenn Grindavíkur fara svo í framhaldinu í viku æfingarferð til Spánar þar sem taktíkin verður slípuð fyrir komandi sumar. Tveir nýjir leikmenn …
Knattspyrnudeildin framlengir samninga
Á föstudaginn komu saman nokkrir af helstu stuðningsaðilum knattspyrnunnar í Grindavík og skrifuðu undir áframhaldandi styrktarsamninga. Aðeins eitt lið í Evrópu hefur haft sama fyrirtæki framan á búningnum lengur en Lýsi hefur verið á Grindavíkurbúningum. Skrifað var undir samning við IceWest, Lýsi, Haustak, Þorbjörn og Vísir og munu þessir samningar styrkja undirstöðuna fyrir rekstri deildarinnar. Það kemur engum á óvart …
Risapottur í getraunum
Á laugardaginn verður risapottur í 1×2, 200 milljónir. Getraunastarf knattspyrnudeildar Grindavíkur ætlar að vera með risakerfi þar sem verða seldir 70 hlutair á 4.000 kr hluturinn. Þeir sem vilja vera með geta lagt inn á reikning 0143- 05-60020 kt 640294-2219 Einnig er hægt hringja í Bjarka í síma 894-3134 og email umfg@centrum.is Seðilinn lítur svona út. 1. …
Daníel Leó á úrtaksæfingar hjá U19
Daníel Leó Grétarsson leikmaður Grindavík hefur verið kallaður inn á úrtaksæfingar hjá U19 ára landsliðinu í knattspyrnu um næstu helgi. 25 manna hópur hefur verður kallaður inn á æfingarnar en þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson. Daníel Leó hefur átt fast sæti í liði Grindavíkur á undirbúningstímabilinu og staðið sig með mikilli prýði. Hópurinn sem æfir með Daníel
BÍ/Bolungarvík 1 – Grindavík 1
Grindavík og BÍ/Bolungarvík mættust í Lengjubikarnum á laugardaginn. Leikurinn fór fram Í Akraneshöllinni. Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum: Óskar Pétursson, Daníel Leó Grétarsson, Hákon Ívar Ólafsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Jordan Edridge, Scott Ramsay, Óli Baldur Bjarnason, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Magnús Björgvinsson, Gylfi Örn Á Öfjörð og Guðfinnur Þórir Ómarsson. Sem sagt margir ungir og efnilegir leikmenn og er ný …
Tækniæfingar í Hópinu
Knattspyrnudeild Grindavíkur mun standa fyrir tækniæfingum fyrir hressa og káta krakka á öllum aldri á mánudögum kl.14.00-15.00 í Hópinu Umsjón: Yfirþjálfari yngriflokka ásamt góðum gestum Auk þess eru tækniæfingar fyrir 4.fl-3.fl drengja og stúlkna á miðvikudögum kl.06.10 – 07.10.Umsjón: Yfirþjálfari yngriflokka ásamt góðum gestum