Nýr leikmaður: Alen Sutej

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeildin hefur skrifað undir samning við Alen Sutej sem mun því spila með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar.  Samningurinn er eins árs. 

Alen er 27 ára Slóveni sem hefur gert góða hluti hér á landi.  Árin 2009 og 2010 var hann með Keflavík þar sem hann lék 48 leiki.  Eftir það fór hann til FH en náði aldrei að spila með þeim vegna meiðsla og tók sér frí frá fótboltanum til að jafna sig.  Hann hefur náð sér því Alen hefur æft með Grindavík á undanförnu og fór með þeim til Spánar í síðustu viku.

Við bjóðum Alen Sutej velkomin til Grindavíkur

Mynd: fótbolti.net