Nýjir leikmenn og leikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Tindastóll mætast í Lengjubikarnum í kvöld í Reykjaneshöllinni.  Leikurinn hefst klukkan 20:30

Er þetta fimmti leikur Grindvíkinga í Lengjubikarnum. Grindavík sigraði BÍ/Bolungarvík 3-0, gerði 3-3 jafntefli við ÍBV og tapaði fyrir Víking Ólafsvík og Fylki.

Leikmenn Grindavíkur fara svo í framhaldinu í viku æfingarferð til Spánar þar sem taktíkin verður slípuð fyrir komandi sumar.  

Tveir nýjir leikmenn eru í myndinni hjá liðinu en það eru Juraj Grizwlj sem er 26 ára kantmaður frá Króatíu auk þess sem slóvenski varnarmaðurinn Alen Sutej mun fara með liðinu til Spánar.