Leikur Grindavíkur og Keflavíkur sem átti að fara fram í kvöld í 1.deild kvenna frestast vegna veðurs. Liðin eigast við í 1.deild kvenna B-riðli þar sem þau hafa bæði leikið einn leik. Liðin mættust hinsvegar á sama velli í bikarnum fyrr í vor þar sem Grindavík sigraði 3-1.
Grindavík áfram á sigurbraut
Grindavík tók á móti Tindastól í fjórðu umferð 1. deild karla í gær. Það er skemmst frá því að segja að Grindavík sigraði leikinn örugglega 4-1. Stefán Þór Pálsson og Juraj Grizelj skoruðu fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Jóhann Helgason og Óli Baldur Bjarnason í þeim seinni. Ánægjulegt að okkar menn notuðu sér föst leikatriði þar sem þeir skoruðu þrjú …
KR 3 – Grindavík 1
Grindavík og KR mættust á KR vellinum í gær í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Lokatölur voru 3-1 fyrir KR Grindavík byrjaði leikinn mjög vel og voru mun betri fyrstu 20 mínúturnar. Leyfðu heimamönnum að stýra leiknum en beittu hættulegum skyndisóknum með hinn öskufljóta Magnús Björgvinsson í fremstu víglínu. Komst hann m.a. í gott færi en landsliðsmarkvörðurinn lokaði markinu vel. Grindavík …
Grindavík – Tindastóll
Leikur Grindavíkur og Tindastóls sem átti á fara fram á Sauðárkróki á sunnudag hefur verið færður til Grindavíkur. Leikurin hefst klukkan 15:00. Það er því fín upphitun fyrir knattspyrnumót hverfanna sem hefst strax á eftir leiknum.
KR – Grindavík
Stórleikur kvöldsins er viðureign Grindavík og KR í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á KR velli og hefst klukkan 19:15. KR hefur gefið út leikskrá fyrir leikinn þar sem margan fróðleik er að finna. “Liðsmenn beggja félaga Óskar Örn Hauksson er sá eini úr leikmannahópum félaganna sem hefur leikið með báðum félögum í efstu deild.Sjö aðrir hafa …
Grindavík – Fylkir í bikarnum í kvöld
Grindavík tekur á móti Fylki í Borgunarbikar kvenna í kvöld klukkan 20:00 Stelpurnar komust áfram með því að leggja Keflavík í fyrstu umferð 3-1. Fylkir er í hinum riðlinum í 1.deild þar sem þær sitja í 1-2 sæti eftir 2 sigra. Allt stefnir því í spennandi leik og eru allir hvattir til að mæta og hjálpa stelpunum inn í 16. …
Grindavík – BÍ/Bolungarvík
Grindavík tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 14:00 í 1.deild karla. Í hálfleik er staðan 2-1 fyrir Grindavík. Magnús Björgvinsson kom Grindavík yfir snemma í leiknum. Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði gegn sínu gamla liði í einu almennilegu sókn BÍ í leiknum. Stefán Pálsson kom Grindavík yfir stuttu fyrir leikhlé með þrumuskoti af 25 metra færi. BÍ/Bolungarvík var á toppi …
Sigur í vestubænum
Grindavík sigraði KR í fyrsta leik 1.deild kvenna í gærkveldi. Leikar enduðu 4-3 fyrir Grindavík. KR var spáð efsta sæti í riðlinum og því fyrirfram erfiður útileikur Sara Hrund Helgadóttir skoraði á 21. mínútu úr víti, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir bætti við marki mínútu síðar. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði svo þriðja markið á 28. mínútu. Fjögur mörk …
Blómasala UMFG
Eins og mörg undanfarin ár þá ætlar 5. og 6. flokkur drengja í knattspyrnu að selja sumarblóm og mold til fjáröflunar. Við verðum í anddyrinu á Festi frá 22.maí til og með 25. maí og er opnunartími þessi: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17-21. Laugardag frá 12-14.Mikið úrval af fallegum sumarblómum á góðu verði. Tilvalið að gera fínt fyrir …
Bacalao mótið 2013
Þriðja árið í röð verður stórmót í knattspyrnu fyrir fyrrverandi leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn Grindavíkur í tengslum við Sjóarann síkáta. Mótið verður laugardaginn 1.júní og stendur frá kl. 15 – 17 á Grindavíkurvelli og síðan verður skemmtidagskrá með söng um kvöldið. Vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu mótsinswww.bacalaomotid.isSkráningarfrestur er til 25. maí.